Lífið

"Heiður að fá að hita upp fyrir diskó-goðsögn“

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Sísý Ey á Sónar í Hörpu í febrúar
Sísý Ey á Sónar í Hörpu í febrúar
„Það er mikil spenna í bandinu og heiður að fá að hita upp fyrir diskó-goðsögnina," segir Elín Eyþórsdóttir, einn meðlima hljómsveitarinnar Sísý Ey sem er ein tveggja íslenskra hljómsveita sem hita upp fyrir Chic í Silfurbergi í Hörpu í kvöld.

Elín var stödd á hljóðprufu og þurfti að skella á blaðamann til þess að sjá sjálfan Nile Rodgers og Chic stíga á stokk.

„Mér heyrist þetta allavega byrja vel,“ segir Elín, kímin, og rödd Rodgers hljómaði í bakgrunni.

Hljómsveitin Moses Hightower er hin hljómsveitin sem sér um að kynda í mannskapnum í Hörpu áður en Rodgers og Chic loka kvöldinu.

Nýjasta lag Nile Rodgers, Get Lucky, hefur sennilega ekki farið framhjá neinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.