Lífið

Skjótur skilnaður stjörnukokks

Nigella og Charles þegar allt lék í lyndi.
Nigella og Charles þegar allt lék í lyndi.
Stjörnukokkurinn Nigella Lawson og eiginmaður hennar Charles Saatchi verða skilin fyrir lok mánaðarins. Þau hafa lýst því yfir að skilnaðurinn eigi að verða snöggur og auðveldur, en hvorugt þeirra mun fara fram á fébætur frá hinu.

Hjónin ákváðu að skilja skömmu eftir að óhuggnalegar myndir voru birtar af Saatchi þar sem hann greip eiginkonu sína hálstaki á veitingastað í London. Lawson hefur ráðið stjörnulögfræðinginn Fionu Shackleton til að fara með málið, en hún hefur áður séð um skilnaðarmál fyrir Charles prins og Paul McCartney. Saatchi mun sjálfur verja sig.

Hin 53. ára gamla Lawson og hinn sjötugi Saatchi giftu sig árið 2003 og hafa búið í London ásamt börnum sínum úr fyrri hjónaböndum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.