Lífið

Frank Ocean er mættur

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Gífurleg spenna er fyrir tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöll annað kvöld.
Gífurleg spenna er fyrir tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöll annað kvöld.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean er mættur til landsins. Hann mun dvelja á Hilton Hotel Nordica ásamt fylgjarliði sínu, en það telur hvorki meira né minna en 38 manns. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Ocean er nú á tónleikaferðalagi um heiminn, en hann spilaði á tónlistarhátíðinn T in the Park í Bretlandi um helgina. Tónleikar hans á Íslandi fara fram í Laugardalshöll klukkan 20 annað kvöld.

Ocean er einn heitasti tónlistarmaður samtímans. Fyrsta sólóplata hans, Channel Orange, sem kom út í fyrra sló í gegn um allan heim og færði honum fjölda virtra verðlauna, meðal annars tvenn Grammy- verðlaun.

Ekki er vitað hversu lengi Frank Ocean mun delja á landinu en næstu tónleikar hans verða ekki fyrr en 28. júlí í Ástralíu. Frægt varð þegar hann setti inn mynd af Seljalandsfossi á bæði Tumblr og Instagram  fyrr í mánuðinum, svo það er aldrei að vita hvort hann skellir sér út á land til að skoða náttúruperlur Íslands.

Hér er hægt að skoða tumblr síðu kappans og hér er hægt að kaupa miða á tónleikana annað kvöld.


Tengdar fréttir

Frank Ocean frumflutti þrjú lög

Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu heldur betur það sem þeir borguðu fyrir og gott betur.

Frank Ocean kominn til landsins?

Tónlistarmaðurinn Frank Ocean er kominn til landsins, ef marka má mynd sem kappinn setti inn á Facebook síðu sína fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.