Lífið

Kelly Osbourne frátekin

Kelly Osbourne og Matthew Mosshart eru ástfangin.
Kelly Osbourne og Matthew Mosshart eru ástfangin.
Hin 28 ára, Kelly Osbourne hefur opinberað trúlofun sína og kærasta síns til lengri tíma, Matthew Mosshart.  

Sjónvarpsstjarnan sagði í viðtali við tímaritið Hello að Matthew hafi beðið um hönd hennar þegar turtildúfurnar voru í fríi á eyjunni Anguilla í  Karabíska hafinu.



„Ég hef aldrei áður fundið fyrir þessari  nánd með annarri manneskju, aldrei.

Fólk segir að við séum of háð hvort öðru, en við viljum bara vera saman öllum stundum.“



Parið hittist í brúðkaupi hjá fyrirsætunni Kate Moss og Jamie Hince en Matthew segir í viðtalinu við Hello að hann hafi vitað nokkuð snemma að Kelly væri hin eina sanna. 





Trúlofunarhringurinn þykir óvenjulegur en hringurinn var hannaður til þess að líta út eins og eyrnalokkur sem að faðir hennar, Ozzy Osbourne notaði á sínum tíma. 

Kelly segist oft hafa sett höndina upp  að eyrnalokknum hjá föður sínum þegar hún var yngri og óskað sér hring í sama stíl. 



Þegar unnustinn flutti frá New York ti Los Angeles til að vera með henni vissi hún að ástin væri raunveruleg því hann fórnaði sínu fyrra lífi til þess að vera með henni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.