Lífið

Lea Michele vill syrgja í friði

Lea Michele og Cory Monteith árið 2012.
Lea Michele og Cory Monteith árið 2012. Nordicphotos/getty
Leikkonan Lea Michele hefur óskað eftir því að fjölmiðlar sýni henni tillitssemi í kjölfar andláts kærasta hennar, leikarans Cory Monteith. Monteith lést á laugardag, aðeins 31 árs að aldri.



Talsmaður leikkonunnar sagði við Us Weekly að Michele þurfi næði til að syrgja Monteith. "Við óskum að fólk virði einkalíf Leu á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir," sagði talsmaður Michele.



Michele og Monteith kynntust við gerð sjónvarpsþáttanna Glee þar sem þau léku par.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.