Lífið

Kristen Stewart ranglega orðuð við Pitt

Tímaritið The Sun sagði frá því að Kristen Stewart væri komin með nýjan kærasta.
Tímaritið The Sun sagði frá því að Kristen Stewart væri komin með nýjan kærasta. Nordicphotos/getty
Leikkona Kristen Stewart er ranglega orðuð við leikarann Michael Pitt, en sjónvarpsáhorfendur þekkja hann úr þáttunum Boardwalk Empire, í nýrri grein tímaritsins The Sun.

Stewart og Pitt hittust á sýningu tískuhússins Chanel á tískuvikunni í París fyrr í mánuðinum og voru meðal annars mynduð saman á viðburðinum.

"Kristen er ekki búin að jafna sig fullkomlega á sambandsslitunum við Rob, en Michael hjálpar til við það. Hún hafði heitið sér því að vera laus og liðug í sumar en þegar hún hitti Michael varð hún strax hrifin. Hvorugt þolir sviðsljósið og bæði eru þau bókhneigð," hafði tímaritið eftir ónefndum heimildarmanni.

Pitt hefur þó lengi verið í sambandi með fyrirsætunni Jaimie Bochert og vill svo til að sú var einnig stödd sýningu Chanel og mynduð við hlið kærasta síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.