Lífið

Katrín ætlar að hlusta á OMAM þegar hún fæðir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Katrín hertogaynja fílar Of Mosters and Men.
Katrín hertogaynja fílar Of Mosters and Men.
Bandarískt tímarit birti á dögunum lagalista sem Katrín, hertogaynja af Cambridge, ku hafa sett saman til að hlusta á þegar hún fæðir barn sitt og Vilhjálms prins.

Athygli vakti að á listanum er meðal annars lagið Mountain Sound með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC spjallaði við Brynjar Leifsson og Arnar Hilmarsson úr hljómsveitinni um málið fyrr í dag. Þeir voru léttir í lund, en viðurkenndu í fyrstu að vera ekki alveg með á hreinu hver Kate Middleton væri. Eftir að fréttamaðurinn hafði útskýrt málið tóku þeir vel í fréttirnar og sögðu að barnið yrði vafalaust alveg stórkostlegt ef það kemur í heiminn við hugljúfa tóna OMAM.

Óhætt er að segja að yfirvofandi konungleg fæðing hafi vakið mikla athygli, en Bretar bíða nú með öndina í hálsinum eftir barninu sem verður númer þrjú í erfðaröðinni að bresku krúnunni. Barnið er væntanlegt á næstu dögum og hafa ágengir ljósmyndarar fyrir löngu komið sér fyrir við spítalann þar sem Katrín mun koma til með að fæða.

Hér er hægt að horfa á myndband við lagið Mountain Sound.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.