GM selur fleiri bíla í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 12:30 Frá sýningarsal GM í Kína Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum. Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent
Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum.
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent