Fara mjúkum höndum um rokkið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 09:54 Emilíana Torrini og Josh Homme, söngvari og forsprakki Queens of the Stone Age. Samsett mynd/AFP Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söngkonan Emilíana Torrini er á meðal söngkvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tónlist QOTSA yrði dásamleg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. "Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvubréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum," segir hann í samtali við bloggsíðuna Speakeasy. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata QOTSA. Af öðrum söngkonum á plötunni má nefna Katharine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna ...Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi.Fyrsta plata Nouvelle Vague kom út árið 2003.Breyta pönki í dinnertónlist Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söngkonan Emilíana Torrini er á meðal söngkvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tónlist QOTSA yrði dásamleg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. "Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvubréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum," segir hann í samtali við bloggsíðuna Speakeasy. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata QOTSA. Af öðrum söngkonum á plötunni má nefna Katharine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna ...Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi.Fyrsta plata Nouvelle Vague kom út árið 2003.Breyta pönki í dinnertónlist Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira