Kvikmynd um nasistauppvakninga tekin upp á Íslandi Valur Grettisson skrifar 10. júlí 2013 11:55 Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“