Beit eyrað af vininum í bílferð Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:15 Margt skrítið gerist á þjóðvegunum í Bandaríkjunm Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent