Lífið

Leyndardómsfull stuttmynd

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Plakat stuttmyndarinnar Tropico
Plakat stuttmyndarinnar Tropico
Söngkonan Lana Del Rey hefur lítið sem ekkert gefið út um hina leyndardómsfullu stuttmynd Tropico, sem hún leikur í ásamt Shaun Ross.

Söngkonan birti þó plakat stuttmyndarinnar á Facebook-síðu sinni um helgina, þar sem hún heldur á hvítum snáki.

Það er ljóst að söngkonan hæfileikaríka, sem hefur slegið í gegn undanfarin ár með lögum eins og Video Games, hyggst bæta kvikmyndaleik við ferilskrána.

Stuttmyndinni er lýst sem sögu af frelsun eða björgun, en þó lítur allt út fyrir að myndin verði löng útgáfa af tónlistarmyndbandi við þrjú lög af nýjustu plötu Del Rey: Bel Air, Body Electric og Gods and Monsters.

Leikarinn Shaun Ross hefur áður leikið í myndbandi við lag söngkonunnar sem heitir Bel Air. En það myndband hefur nú verið fjarlægt af youtube-síðu söngkonunnar.

Anthony Mandler leikstýrir Tropico og systir söngkonunnar, Chuck Grant, kemur til með að taka ljósmyndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.