Lífið

Hafnaði 50 Shades of Grey

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Garrett Hedlund vill ekki leika Christian Grey.
Garrett Hedlund vill ekki leika Christian Grey. getty/nordicphotos
Garrett Hedlund hefur hafnað mögulegu hlutverki sem Christian Grey í kvikmynduðu útgáfu bókarinnar 50 Shades of Grey.

Leikarinn segir að hann hafi ekki viljað binda sig við verkefnið en líklegt þykir að framhaldsbækur 50 Shades of Grey, 50 Shades Darker og 50 Shades Freed, verði einnig gerðar að kvikmyndum.

Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við hlutverkið. Nýlega framkvæmdi verslunin Lovehoney könnun um það hver ætti að leika hinn þokkafulla Christian Grey. Það var Vampire Diaries-stjarnan Ian Somerhalder sem hreppti fyrsta sætið en nú segja slúðurmiðlarnir ytra að hann muni ekki taka hlutverkið að sér.

Matt Bomer, sem leikur í þáttunum White Collar, og hinn nýji Superman, Henry Cavill, þykja líklegastir til að hreppa hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.