Haraldur Franklín: Ætla að vinna Birgi Leif næst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 17:48 Haraldur Franklín Magnús varð að játa sig sigraðan eftir jafna baráttu við Birgi Leif Hafþórsson á Íslandsmótinu í golfi í dag. Birgir Leifur var að vinna sinn fimmta titil frá upphafi en Haraldur varð Íslandsmeistari í fyrra. „Ég er ótrúlega tapsár en svona er þetta bara. Ég gerði mitt besta í dag,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur hafði forystu nánast allt mótið en fékk þrefaldan skolla á 16. holu í dag og þar með var draumurinn úti. „Biggi notaði mig sem héra. Ég leiddi og hann tók svo fram úr í restina. En þetta var mjög skemmtilegt mót.“ „Ég sló í tré á 16. og lenti við gamalt torfufar. Ég þurfti að leggja upp þaðan líka og gat því ekki slegið inn á grín.“ Hann segir Birgi Leif verðugan sigurvegara. „Maður lærir alltaf eitthvað af því að spila með honum. Ég óska honum til hamingju en ég ætla að vinna hann næst.“ Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús varð að játa sig sigraðan eftir jafna baráttu við Birgi Leif Hafþórsson á Íslandsmótinu í golfi í dag. Birgir Leifur var að vinna sinn fimmta titil frá upphafi en Haraldur varð Íslandsmeistari í fyrra. „Ég er ótrúlega tapsár en svona er þetta bara. Ég gerði mitt besta í dag,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur hafði forystu nánast allt mótið en fékk þrefaldan skolla á 16. holu í dag og þar með var draumurinn úti. „Biggi notaði mig sem héra. Ég leiddi og hann tók svo fram úr í restina. En þetta var mjög skemmtilegt mót.“ „Ég sló í tré á 16. og lenti við gamalt torfufar. Ég þurfti að leggja upp þaðan líka og gat því ekki slegið inn á grín.“ Hann segir Birgi Leif verðugan sigurvegara. „Maður lærir alltaf eitthvað af því að spila með honum. Ég óska honum til hamingju en ég ætla að vinna hann næst.“
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira