Lífið

FM957 gefur bíl í verðlaun á golfmóti á morgun

Útvarpsstöðin FM957 stendur fyrir golfmóti á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ á morgun laugardaginn 27. júlí.

Hafa fjölmargir landsþekktir popparar boðað komu sína sem spila munu á mótinu. Einnig verða á mótinu heppnir hlustendur FM957. Gríðarlega góð skráning var í mótið og komust mun færri að en vildu. Enda vinningarnir stórglæsilegir.

Þátttakendur eiga meðal annars möguleika á að vinna afnot af Fiat 500 Lounge frá Diesel.is og Bílalíf.

Allt stefnir í hörku baráttu á Hlíðavelli á morgun en spilað verður eftir Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveir spilarar keppa saman í einu liði. Einnig lítur allt út fyrir að veðurguðirnir verði mótshöldurum hliðhollir því veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki af verri endanum.

Myndband fylgir fréttinni þar sem Rikki G á FM ræðir við Þorstein Hallgrímsson golfara og fleiri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.