Lífið

Snorri spilar á Vegamótum

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason mun spila á veitingastaðnum Vegamótum annað kvöld ásamt Mr. Silla.

Tónleikarnir hefjast kl. 23 og eru í boði Somersby en Snorri lagði nýverið lokahönd á sína þriðju plötu sem ber nafnið Autumn Skies.

Tónleikarnir eru hluti af áherslubreytingum á Vegamótum í sumar en búið er að breyta opnunartíma um helgar og er eldhúsið nú opið lengur en áður fyrr. Staðurinn fær einnig andlitslyftingu á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.