Gleymdi bílnum á ströndinni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 10:18 Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent