Lífið

Dennis Farina er látinn

Dennis Farina starfaði sem lögregluþjónn áður en hann snéri sér að leiklistinni.
Dennis Farina starfaði sem lögregluþjónn áður en hann snéri sér að leiklistinni.
Leikarinn Dennis Farina er látinn, 69 ára að aldri. Farina var þekktastur fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni Law & Order.

Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa leikarans lést hann á sjúkrahúsi í Scottsdale, en hann var lagður inn vegna blóðtappa í lungum.

Farina fæddist 29 febrúar árið 1944, og starfaði sem lögregluþjónn áður en hann snéri sér að leiklistinni. Þá var hann á fertugsaldri

Farina lék meðal annars í kvikmyndunum Get Shorty, Saving Private Ryan, Midnight Run og Out Of Sight.

Fox News greinir frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.