Loftpúðar í mótorhjólafatnað Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 09:20 Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent