Lífið

Jay-Z verður JAY Z

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
JAY Z gaf út plötuna Magna Carta... Holy Grail á dögunum.
JAY Z gaf út plötuna Magna Carta... Holy Grail á dögunum. mynd/getty
Rapparinn sem áður kallaði sig Jay-Z hefur nú losar sig við bandstrikið og kveikt á CAPS LOCK-takkanum. Hann kallar sig nú JAY Z.

Engin ástæða hefur verið gefin fyrir breytingunni, sem nú þegar má sjá á vefsíðu kappans, iTunes og Youtube-rás hans.

Tólfta breiðskífa hans, Magna Carta... Holy Grail kom út í síðustu viku og sló met á Spotify þegar plötunni var streymt fjórtán milljón sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.