BMW i8 eyðir 2,5 l. en er 4,5 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 10:45 BMW i8 Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent