Kínversk eftirherma VW Taigun Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2013 11:15 Sá kínverski og fyrirmyndin Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent
Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent