Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir sendir Elfari og hans fjölskyldu okkar bestu batakveðjur. Vonandi verður Elfar fljótur að jafna sig og kominn á völlinn á ný sem allra fyrst.
Vísir sendir Elfari og hans fjölskyldu okkar bestu batakveðjur. Vonandi verður Elfar fljótur að jafna sig og kominn á völlinn á ný sem allra fyrst. Mynd/Vilhelm
Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum.

Leikur Breiðabliks og KR þarf að fara fram síðar og það hefur ekki verið tekin nein ákvörðum um nýjan leiktíma. Leikmenn liðanna, forráðamenn og starfsmenn KSÍ ræddu saman í nokkurn tíma um hvort leiknum verði haldið áfram en svo var tekin sú ákvörðun að halda leik ekki áfram.

Pepsi-mörkin hefjast klukkan 22.00 í kvöld og það verður að venju hægt að horfa á þau hér inn á Vísi. Þar verða gerðir upp þeir þrír leikir sem fóru fram í Pepsi-deildinni í dag en þar á meðal er 6-2 sigur FH-inga upp á Akranesi.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, mun mæta í þáttinn og ræða það sem gerðist á Kópavogsvellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×