Kanye West kaupir tvo milljón dollara brynvarða bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 10:30 Kanye West, Kim Kardashian og hinn forljóti brynvarði Prombron Tónlistamaðurinn Kanye West er mjög annt um líf spúsu sinnar, Kim Kardashian og nýfædds barns þeirra. Því hefur hann keypt tvo brynvarða Mercedes Benz G-Class jeppa sem hann ætlar að nota á tónleikaferðalögum sínum, en fjölskylda hans er oft í för með honum á þeim. Bílar þessir eru smíðaðir í Lettlandi uppúr sterkbyggðum Mercedes Benz G-Class jeppum. Þessir bílar bera nafnið Prombron og eru hefðbundnir þannig bílar á 400.000 dollara, en þar sem bíla Kanye West eru sérútbúnir í meira lagi er verð þeirra litlar ein milljón dollara stykkið og hann keypti tvo slíka. Engum sögum fer af því hvernig þessir bílar Kanye eru sérútbúnir, en víst er að þar mun öllum farþegum líða vel og öryggi þeirra verður tryggt með brynvörn. Kaney hlýtur að vera mjög lífhræddur maður, en hann fær þessa bíla afhenta fyrir hljómleikaferð sem hann leggur í næsta haust. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent
Tónlistamaðurinn Kanye West er mjög annt um líf spúsu sinnar, Kim Kardashian og nýfædds barns þeirra. Því hefur hann keypt tvo brynvarða Mercedes Benz G-Class jeppa sem hann ætlar að nota á tónleikaferðalögum sínum, en fjölskylda hans er oft í för með honum á þeim. Bílar þessir eru smíðaðir í Lettlandi uppúr sterkbyggðum Mercedes Benz G-Class jeppum. Þessir bílar bera nafnið Prombron og eru hefðbundnir þannig bílar á 400.000 dollara, en þar sem bíla Kanye West eru sérútbúnir í meira lagi er verð þeirra litlar ein milljón dollara stykkið og hann keypti tvo slíka. Engum sögum fer af því hvernig þessir bílar Kanye eru sérútbúnir, en víst er að þar mun öllum farþegum líða vel og öryggi þeirra verður tryggt með brynvörn. Kaney hlýtur að vera mjög lífhræddur maður, en hann fær þessa bíla afhenta fyrir hljómleikaferð sem hann leggur í næsta haust.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent