Aukinn hagnaður Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 15:15 Söluhæsti bíll Volkswagen er Golf Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent