Audi strumpastrætó Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 11:03 Audi V4 fær sama undirvagn og Audi A3 Nú stefnir í enn nýja gerð af Audi bíl og það af tegund sem Audi hefur ekki verið þekkt fyrir áður, þ.e. bílgerð sem gárungarnir hafa nefnt strumpastrætó. Slíkir bílar eru kallaðir Minivan eða Multi Purpose Vehicles (MPV) vestanhafs. Bíllinn mun bæði fást sem 5 og 7 sæta bíll og þá með þriðju sætaröðinni. Hann verður byggður á sama undirvagni og Audi A3 og Volkswagen Golf, þ.e. MBQ udirvagninum teygjanlega. Bíllinn mun að líkum fá nafnið Audi V4 og Audi er að hugleiða hvort fyrirtækið sýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt, sem hefst eftir um það bil mánuð. Það er ekki í fyrsta skiptið nú sem Audi hugleiðir framleiðslu á svona bílgerð, en árið 2006 kynnti Audi frumgerð slíks bíls sem nefndur var Roadjet concept, en hann komst aldrei af hugmyndastiginu. Snemma árs í fyrra ætlaði Audi svo að kynna bíl sem fengi nafnið A4 Superavant og átti hann að vera með hærra þaki en langbaksgerð A4 bílsins, með meira innanrými og hærri sætisstöðu. Sá bíll átti að passa á milli bílgerðanna A4 og Q5 jepplingsins, en hlaut ekki heldur brautargengi. Ef af framleiðslu þessa nýja V4 bíls verður, mun hann fyrst kom á markað eftir 3 ár. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Nú stefnir í enn nýja gerð af Audi bíl og það af tegund sem Audi hefur ekki verið þekkt fyrir áður, þ.e. bílgerð sem gárungarnir hafa nefnt strumpastrætó. Slíkir bílar eru kallaðir Minivan eða Multi Purpose Vehicles (MPV) vestanhafs. Bíllinn mun bæði fást sem 5 og 7 sæta bíll og þá með þriðju sætaröðinni. Hann verður byggður á sama undirvagni og Audi A3 og Volkswagen Golf, þ.e. MBQ udirvagninum teygjanlega. Bíllinn mun að líkum fá nafnið Audi V4 og Audi er að hugleiða hvort fyrirtækið sýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt, sem hefst eftir um það bil mánuð. Það er ekki í fyrsta skiptið nú sem Audi hugleiðir framleiðslu á svona bílgerð, en árið 2006 kynnti Audi frumgerð slíks bíls sem nefndur var Roadjet concept, en hann komst aldrei af hugmyndastiginu. Snemma árs í fyrra ætlaði Audi svo að kynna bíl sem fengi nafnið A4 Superavant og átti hann að vera með hærra þaki en langbaksgerð A4 bílsins, með meira innanrými og hærri sætisstöðu. Sá bíll átti að passa á milli bílgerðanna A4 og Q5 jepplingsins, en hlaut ekki heldur brautargengi. Ef af framleiðslu þessa nýja V4 bíls verður, mun hann fyrst kom á markað eftir 3 ár.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent