Bílar

Nissan Leaf frumsýndur á morgun

Finnur Thorlacius skrifar
Nýjasta kynslóð Nissan Leaf
Nýjasta kynslóð Nissan Leaf
BL frumsýnir á morgun, 31. ágúst rafbílinn Nissan Leaf. Nissan Leaf er fyrsti rafbíllinn sem hefur verið valinn bíll ársins af bílablaðamönnum. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll í heimi. Bíllinn hefur eingöngu verið framleiddur í Japan þar til nú að framleiðsla fyrir evrópskan markað hefur verið færð til Evrópu. Um leið hafa meira en 100 mismunandi endurbætur verið gerðar, sem meðal annars hafa aukið drægni bílsins umtalsvert.

Að meðaltali aka bíleigendur í þéttbýli um 44 km á dag.  Drægni Nissan Leaf er um 160 km á einni hleðslu og 199 km við bestu mögulegu aðstæður. Hann hentar því vel sem fjölskyldubíll og sérlega vel í borgum. Eldsneytiskostnaður  Nissan Leaf er þannig einungis rúmar 2 krónur á hvern  ekinn kílómetra. Nissan Leaf kostar frá 4.990 þúsund krónum hjá BL. Nissan Leaf er auk þess með 5 stjörnur í árekstrarprófum Euro NCAP sem gerir hann að einum öruggasta bílnum á markaðnum.






×