Bílamarkaður Evrópu þarf 5-6 ár til að jafna sig Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 15:15 Stephen Odell forstjóri Ford í Evrópu Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent