Drykkur sem lengi vel hefur verið kallaður Purple drank og er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum hefur lengi verið þekkt fyrirbæri í þessum kúltúr. En nú er svo komið að rappararnir þar vestra virðast vera orðnir sammála um að Actavis sé með langbesta stöffið í þessum bransa.
Hafa margir tónlistarmenn því verið að votta íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna bæði í tónlist sinni og myndböndum.
Ef leitarorðinu Actavis er slegið inn á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri eins og sjá má hér.
Faraldurinn er ekki minni á Instagram. Þar koma upp hvorki fleiri né færri en 55 þúsund myndir undir sama leitarorði.
Tékkið líka á myndböndunum hér fyrir neðan. Sjón er sögu ríkari!