Bíll ársins kjörinn í september Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 15:45 Bíll ársins í fyrra, Mercedes Benz A-Class Styttast fer í árlegt kjör á bíl ársins hérlendis en það er Bandalag Íslenskra Bílablaðamanna (BÍBB) sem stendur að kjörinu. Nú er ljóst hvaða bílar það eru sem koma til greina í kjörinu en þeir eru ríflega tuttugu talsins og eiga það allir sammerkt að vera nýrrar gerðrar eða af nýrri kynslóð og hafa komið til landsins eftir síðasta kjör. Bílarnir falla í 3 mismunandi flokka, smábílar og minni millistærð, fjölskyldubílar og jeppar og jepplingar.Söluhæsti flokkurinnÍ flokki smábíla og minni millistærð bíla eru Renault Clio, VW Golf, VW Golf GTi, Ford B-Max, Skoda Rapid, Audi A3, Nissan Leaf, Toyota Auris TS og Toyota Corolla. Stutt er síðan söluhæsti einstaki bíll heims, Toyota Corolla, kom til landsins. Þá á einnig við Golf GTi en lengra er síðan hinir bílarnir komu til landsins. VW Golf var valinn bíll ársins í Evrópu og heiminum öllum í síðasta kjöri, en hann var ekki kominn til Íslands áður en kjör á bíl ársins í fyrra fór fram. Í þessum flokki eru söluhæstu bílar landsins og á það einnig við í heiminum öllum.Sterkur flokkur fjölskyldubílaÍ flokki fjölskyldubíla koma til greina bílarnir Mercedes Benz CLA, Kia Carens, Mazda 6, Skoda Octavia, Tesla Model S og Lexus IS300h. Stutt er síðan Mercedes Benz CLA var kynntur til leiks hérlendis og á það einnig við Lexus IS300h, sem fékk mjög góða dóma hjá reynsluökumanni Fréttablaðsins hér fyrir skömmu. Tesla Model S kom til landsins í þessari viku og rétt nær því inn í kjörið. Öllum hinum bílunum hefur verið reynsluekið af blaðinu og flestir þeirra fengið góða dóma, svo hörð barátta verður greinilega í þessum flokki bíla.Margir í jeppa- og jepplingaflokkiFlokkur jeppa og jepplinga er mjög fjölmennur að þessu sinni og 9 bílar sem fylla þann flokk. Það eru Mercedes Benz GL, Honda CR-V, Subaru Forester, Isuzu D-Max, Ford Kuga, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Toyota RAV og Chevrolet Trax. Það er ef til vill ekkert skrítið að þessi flokkur sé stór hérlendis, en þessir bílar henta einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Í flokknum eru 7 jepplingar en aðeins 2 jeppar, þ.e. Mercedes Benz GL og Isuzu D-Max. Er það til marks á þá áherslu sem bílaframleiðendur hafa lagt á jepplinga undanfarið.Prófanir standa yfirValinn verður sigurvegari í hverjum þessara flokka og einn þeirra mun standa uppi sem bíll ársins á Íslandi þetta árið. Prófanir á þeim bílum sem ekki hefur verið reynsluekið fara nú fram og tilkynnt verður um val á bíl ársins seint í september og verður afhendingin verðlaunanna í höndum Bílgreinasambandsins og BÍBB. Bandalagi Íslenskra Bílablaðamanna eru samtök blaðamanna sem hafa með umfjöllun um bíla með höndum í íslenskum fjölmiðlum, auk þess sem í félaginu eru sjálfstætt starfandi bílablaðamenn. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Styttast fer í árlegt kjör á bíl ársins hérlendis en það er Bandalag Íslenskra Bílablaðamanna (BÍBB) sem stendur að kjörinu. Nú er ljóst hvaða bílar það eru sem koma til greina í kjörinu en þeir eru ríflega tuttugu talsins og eiga það allir sammerkt að vera nýrrar gerðrar eða af nýrri kynslóð og hafa komið til landsins eftir síðasta kjör. Bílarnir falla í 3 mismunandi flokka, smábílar og minni millistærð, fjölskyldubílar og jeppar og jepplingar.Söluhæsti flokkurinnÍ flokki smábíla og minni millistærð bíla eru Renault Clio, VW Golf, VW Golf GTi, Ford B-Max, Skoda Rapid, Audi A3, Nissan Leaf, Toyota Auris TS og Toyota Corolla. Stutt er síðan söluhæsti einstaki bíll heims, Toyota Corolla, kom til landsins. Þá á einnig við Golf GTi en lengra er síðan hinir bílarnir komu til landsins. VW Golf var valinn bíll ársins í Evrópu og heiminum öllum í síðasta kjöri, en hann var ekki kominn til Íslands áður en kjör á bíl ársins í fyrra fór fram. Í þessum flokki eru söluhæstu bílar landsins og á það einnig við í heiminum öllum.Sterkur flokkur fjölskyldubílaÍ flokki fjölskyldubíla koma til greina bílarnir Mercedes Benz CLA, Kia Carens, Mazda 6, Skoda Octavia, Tesla Model S og Lexus IS300h. Stutt er síðan Mercedes Benz CLA var kynntur til leiks hérlendis og á það einnig við Lexus IS300h, sem fékk mjög góða dóma hjá reynsluökumanni Fréttablaðsins hér fyrir skömmu. Tesla Model S kom til landsins í þessari viku og rétt nær því inn í kjörið. Öllum hinum bílunum hefur verið reynsluekið af blaðinu og flestir þeirra fengið góða dóma, svo hörð barátta verður greinilega í þessum flokki bíla.Margir í jeppa- og jepplingaflokkiFlokkur jeppa og jepplinga er mjög fjölmennur að þessu sinni og 9 bílar sem fylla þann flokk. Það eru Mercedes Benz GL, Honda CR-V, Subaru Forester, Isuzu D-Max, Ford Kuga, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Toyota RAV og Chevrolet Trax. Það er ef til vill ekkert skrítið að þessi flokkur sé stór hérlendis, en þessir bílar henta einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Í flokknum eru 7 jepplingar en aðeins 2 jeppar, þ.e. Mercedes Benz GL og Isuzu D-Max. Er það til marks á þá áherslu sem bílaframleiðendur hafa lagt á jepplinga undanfarið.Prófanir standa yfirValinn verður sigurvegari í hverjum þessara flokka og einn þeirra mun standa uppi sem bíll ársins á Íslandi þetta árið. Prófanir á þeim bílum sem ekki hefur verið reynsluekið fara nú fram og tilkynnt verður um val á bíl ársins seint í september og verður afhendingin verðlaunanna í höndum Bílgreinasambandsins og BÍBB. Bandalagi Íslenskra Bílablaðamanna eru samtök blaðamanna sem hafa með umfjöllun um bíla með höndum í íslenskum fjölmiðlum, auk þess sem í félaginu eru sjálfstætt starfandi bílablaðamenn.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent