Mamma hittir pabba Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 09:30 Mamma og Pabbi á fagnaðarfundi Fyrir stuttu vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa í sitthvoru bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans fréttamaðurinn geðþekki, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mamma býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvarsson. Ekki er svo langt á milli þessarra bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 20110 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Það telst vart til tilviljunar að báðir bílarnir eru af Toyota-gerð. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Fyrir stuttu vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa í sitthvoru bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans fréttamaðurinn geðþekki, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mamma býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvarsson. Ekki er svo langt á milli þessarra bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 20110 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Það telst vart til tilviljunar að báðir bílarnir eru af Toyota-gerð.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent