Lawrence Krauss er stjarneðlisfræðingur og snillingur.
Hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur í Harmageddon.
Hér útskýrir hann hvernig við erum öll gerð úr stjörnuryki. Hvert einasta atóm í líkama okkar kemur úr stjörnum sem hafa sprungið fyrir milljörðum ára. Hversu frábært er það?
Fyrir neðan er svo fyrirlesturinn í heild sinni, A Universe from nothing. Í myndbandinu talar Krauss um núverandi ástand alheimsins, hvernig hann mun enda og hvernig hann getur hafa orðið til úr engu.
Harmageddon