Kjarnorka er bara fínt stöff Frosti Logason skrifar 23. ágúst 2013 13:33 Þóríum kjarnaofninn í Halden í Noregi. Kjarnorkuver hafa auðvitað ýmsa kosti. Þau skila stöðugri orku án mengandi útblásturs, en þegar þau bila, eins og gerðist í Fukushima, geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Í útvarpsþættinum Harmageddon átti sér stað umræða um kjarnorku í morgun. Óskar Hallgrímsson sem var meðstjórnandi þáttarins í dag talaði um jákvæða eiginleika orkunnar og þá sérstaklega um þóríum kjarnorku. Þar sem heimsbirgðir af úrani eru einungis taldar endast í 200 ár og stöðugt er orðið erfiðara að nálgast það og vinna úr því er úran kjarnorka ekki lengur talin líkleg til að leysa orkuvanda jarðarinnar. Þess vegna hefur kviknað áhugi á því að þróa frekar áfram kjarnorku sem byggir á þóríum. Það er margfalt aðgengilegra eldsneyti en úran og finnst í miklu magni útum allann heim. Eitt gramm af þóríum getur líka skilað af sér 100 sinnum meiri orku en úran. Það er vegna þess að þóríum klofnar mun betur niður en úran. „Þetta er ekki spurning um skoðun, þetta er miklu betri kostur en kol og olía... þetta er hrein orka,“ sagði Óskar en hægt er að hlusta á spjallið hér að ofan. Þóríum eldsneytið er leyst upp í bráðnum flúorsöltum sem springa ekki þótt þau hitni um þúsund gráður. Þóríum kjarnorkuver geta því ekki sprungið líkt og hefðbundin kjarnorkuver sem nota vatn til kælingar. En vatn sem ofhitnar margfaldar rúmmál sitt og getur þannig sprengt sér leið út í umhverfið.Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem vísindamaður Kirk Sorensen útskýrir þóríum kjarnorku betur. Harmageddon Mest lesið Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sætar stelpur kúka líka Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Sannleikurinn: Íslenska landsliðið bauð kókaín fyrir vændi Harmageddon
Kjarnorkuver hafa auðvitað ýmsa kosti. Þau skila stöðugri orku án mengandi útblásturs, en þegar þau bila, eins og gerðist í Fukushima, geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Í útvarpsþættinum Harmageddon átti sér stað umræða um kjarnorku í morgun. Óskar Hallgrímsson sem var meðstjórnandi þáttarins í dag talaði um jákvæða eiginleika orkunnar og þá sérstaklega um þóríum kjarnorku. Þar sem heimsbirgðir af úrani eru einungis taldar endast í 200 ár og stöðugt er orðið erfiðara að nálgast það og vinna úr því er úran kjarnorka ekki lengur talin líkleg til að leysa orkuvanda jarðarinnar. Þess vegna hefur kviknað áhugi á því að þróa frekar áfram kjarnorku sem byggir á þóríum. Það er margfalt aðgengilegra eldsneyti en úran og finnst í miklu magni útum allann heim. Eitt gramm af þóríum getur líka skilað af sér 100 sinnum meiri orku en úran. Það er vegna þess að þóríum klofnar mun betur niður en úran. „Þetta er ekki spurning um skoðun, þetta er miklu betri kostur en kol og olía... þetta er hrein orka,“ sagði Óskar en hægt er að hlusta á spjallið hér að ofan. Þóríum eldsneytið er leyst upp í bráðnum flúorsöltum sem springa ekki þótt þau hitni um þúsund gráður. Þóríum kjarnorkuver geta því ekki sprungið líkt og hefðbundin kjarnorkuver sem nota vatn til kælingar. En vatn sem ofhitnar margfaldar rúmmál sitt og getur þannig sprengt sér leið út í umhverfið.Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem vísindamaður Kirk Sorensen útskýrir þóríum kjarnorku betur.
Harmageddon Mest lesið Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sætar stelpur kúka líka Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Sannleikurinn: Íslenska landsliðið bauð kókaín fyrir vændi Harmageddon