Bíó og sjónvarp

Simon Pegg segir Star Trek-aðdáendum að fara norður og niður

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Simon Pegg vandaði Trekkurum ekki kveðjurnar.
Simon Pegg vandaði Trekkurum ekki kveðjurnar. mynd/getty
Breski leikarinn er ósáttur við vonsvikna Star Trek-aðdáendur, eða Trekkara eins og þeir eru stundum kallaðir, eftir að nýjasta mynd seríunnar var kosin versta Star Trek-mynd allra tíma á ráðstefnu í Las Vegas.

Á Star Trek-ráðstefnunni voru gestir beðnir að raða Star Trek-myndunum tólf í röð eftir gæðum og var það nýjasta myndin, Star Trek Into Darkness, sem rak lestina á listanum.

„Þetta er alls ekki versta myndin,“ segir Pegg, sem fer með hlutverk í myndinni, í samtali við Huffington Post, og segir hann niðurstöðuna pirrandi því mikil vinna og ástríða liggi að baki myndarinnar.

„J. J. vildi bara gera mynd sem fólk hefði gaman af þannig að við svona ruddaskap segi ég bara: „Farið norður og niður“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.