Eftir allt fárið í kringum Mariu Sharapovu fyrir US Open mun ekki skila neinu því hún mun ekki einu sinni taka þátt í mótinu. Sharapova hefur dregið sig úr keppni vegna axlarmeiðsla.
"Síðan að Wimbledon lauk hef ég gert allt til þess að ná mótinu en ég hafði bara ekki nægan tíma," sagði Sharapova.
Rússneska tennisdrottningin hefur misst af fjölda móta í gegnum árin út af þessum þrálátu meiðslum.
Hún fékk þó flotta kynningu fyrir sælgætislínuna Sugarpova eins og lesa má um hér að neðan.
