VW Karmann Ghia 60 ára Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 09:55 Karmann bílafyrirtækið þýska er líklega frægast fyrir að smíði blæjubíla Volkswagen og margra annarra bílaframleiðenda, sem og að hafa teiknað og smíðað Volkswagen Karmann Ghia bílinn sem framleiddur var frá 1955 til 1974. Nú eru liðin 60 ár síðan stofnandinn Wilhelm Karmann sannfærði Volkswagen um að samþykkja smíði „bjöllu í sportbúningi“ uppúr hinni einu og sönnu Volkswagen bjöllu. Mánuði síðar var Karmann tilbúinn með eintak af bílnum sem hann sýndi forstjóra Volkswagen, Heinrich Nordhoff. Hann var svo hrifinn af bílnum að framleiðslu hans var flýtt sem mest mátti. Fyrstu eintökin komu af árgerðinni 1955 og fram til 1974 voru framleitt 362.601 eintak með þaki og 80.881 eintak með blæju af þessum laglega bíl. Framleiðsla Karmann hefur ávallt verið í Osnabrück og þar hefur Karmann einnig smíðað alla blæjubíla Volkswagen. Fram til ársins 2009 var Karmann stærsti sjálfstæði bílaframleiðandi Þýskalands, en tilheyrir nú Volkswagen stórfjölskyldunni. Karmann hefur smíðað bíla fyrir miklu fleiri merki en Volkswagen, þar á meðal Porsche, BMW, Mercedes Benz, Audi, Nissan, Ford, Chrysler, Renault, Land Rover og Triumph. Nú smíðar Karmann blæjuútgáfu VW Golf bílsins, en einnig bílana Porsche Boxter og Cayman. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Karmann bílafyrirtækið þýska er líklega frægast fyrir að smíði blæjubíla Volkswagen og margra annarra bílaframleiðenda, sem og að hafa teiknað og smíðað Volkswagen Karmann Ghia bílinn sem framleiddur var frá 1955 til 1974. Nú eru liðin 60 ár síðan stofnandinn Wilhelm Karmann sannfærði Volkswagen um að samþykkja smíði „bjöllu í sportbúningi“ uppúr hinni einu og sönnu Volkswagen bjöllu. Mánuði síðar var Karmann tilbúinn með eintak af bílnum sem hann sýndi forstjóra Volkswagen, Heinrich Nordhoff. Hann var svo hrifinn af bílnum að framleiðslu hans var flýtt sem mest mátti. Fyrstu eintökin komu af árgerðinni 1955 og fram til 1974 voru framleitt 362.601 eintak með þaki og 80.881 eintak með blæju af þessum laglega bíl. Framleiðsla Karmann hefur ávallt verið í Osnabrück og þar hefur Karmann einnig smíðað alla blæjubíla Volkswagen. Fram til ársins 2009 var Karmann stærsti sjálfstæði bílaframleiðandi Þýskalands, en tilheyrir nú Volkswagen stórfjölskyldunni. Karmann hefur smíðað bíla fyrir miklu fleiri merki en Volkswagen, þar á meðal Porsche, BMW, Mercedes Benz, Audi, Nissan, Ford, Chrysler, Renault, Land Rover og Triumph. Nú smíðar Karmann blæjuútgáfu VW Golf bílsins, en einnig bílana Porsche Boxter og Cayman.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent