Gagnrýnir harðlega afreksstefnu KKÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2013 21:58 Jón Arnar Ingvarsson. Mynd/Anton „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið?" Þetta ritar Jón Arnar Ingvarsson, körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður, í pistli á vefsíðunni Karfan.is í dag. Jón Arnar segir í pistli sínum ljóst að Ísland þurfi fleiri leikmenn í stærri deildum úti í heimi. „Sænska deildin er ágæt og sterkari en sú íslenska en hins vegar eru trúlega 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska. Og við þurfum klárlega fleiri leikmenn sem eru að klifra þann stiga. Ég er náttúrulega ekki að gera lítið úr okkar leikmönnum í Svíþjóð sem eru flottir og góðir leikmenn," ritar Jón Arnar. Jón Arnar, sem síðast þjálfaði karlalið ÍR í vetur, telur gott skref að fækka erlendum leikmönnum. Næsta skref sé að lengja tímabilið og fjölga leikjum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af afreksstefnu Körfuknattleikssambands Íslands. „Ég held að flest félögin séu að vinna ágætt starf, en hins vegar höfum við ekki haldið úti nægjanlega góðu afreksprógrami fyrir yngri landsliðin. Og því miður langt frá því. Það er algjörlega óviðunandi og mér með öllu óskiljanleg stefna," segir Jón Arnar. Leikstjórnandinn fyrrverandi bendir á að yngri landslið séu aðeins send á Norðurlandamót en ekki sterkari mót eins og aðrar þjóðir. Norðurlandamótið er upphitunarmót að sögn Jóns Arnars. „Það er eins og Njarðvík mundi ákveða að senda sín lið bara í Reykjanesmótið!" Jón Arnar bendir á að 44 þjóðir í Evrópu sendi lið í Evrópukeppni yfir sumarið. Ísland sé ein þriggja þjóða sem sendi ekki lið til þátttöku. Þar verði efnilegir leikmenn af góðri reynslu og topp leikjum. „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið? Það getur vel verið að hægt sé að byggja upp gott úrvalsdeildarlið tímabundið með ekkert yngri flokka starf, ef allir leikmenn eru aðkeyptir og útlendingakvótinn er ótakmarkaður. En það getur enginn sagt mér að gott A-landslið verði til úr veikum grunni. Það er bara ekki hægt."Pistilinn í heild sinni má sjá hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
„Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið?" Þetta ritar Jón Arnar Ingvarsson, körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður, í pistli á vefsíðunni Karfan.is í dag. Jón Arnar segir í pistli sínum ljóst að Ísland þurfi fleiri leikmenn í stærri deildum úti í heimi. „Sænska deildin er ágæt og sterkari en sú íslenska en hins vegar eru trúlega 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska. Og við þurfum klárlega fleiri leikmenn sem eru að klifra þann stiga. Ég er náttúrulega ekki að gera lítið úr okkar leikmönnum í Svíþjóð sem eru flottir og góðir leikmenn," ritar Jón Arnar. Jón Arnar, sem síðast þjálfaði karlalið ÍR í vetur, telur gott skref að fækka erlendum leikmönnum. Næsta skref sé að lengja tímabilið og fjölga leikjum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af afreksstefnu Körfuknattleikssambands Íslands. „Ég held að flest félögin séu að vinna ágætt starf, en hins vegar höfum við ekki haldið úti nægjanlega góðu afreksprógrami fyrir yngri landsliðin. Og því miður langt frá því. Það er algjörlega óviðunandi og mér með öllu óskiljanleg stefna," segir Jón Arnar. Leikstjórnandinn fyrrverandi bendir á að yngri landslið séu aðeins send á Norðurlandamót en ekki sterkari mót eins og aðrar þjóðir. Norðurlandamótið er upphitunarmót að sögn Jóns Arnars. „Það er eins og Njarðvík mundi ákveða að senda sín lið bara í Reykjanesmótið!" Jón Arnar bendir á að 44 þjóðir í Evrópu sendi lið í Evrópukeppni yfir sumarið. Ísland sé ein þriggja þjóða sem sendi ekki lið til þátttöku. Þar verði efnilegir leikmenn af góðri reynslu og topp leikjum. „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið? Það getur vel verið að hægt sé að byggja upp gott úrvalsdeildarlið tímabundið með ekkert yngri flokka starf, ef allir leikmenn eru aðkeyptir og útlendingakvótinn er ótakmarkaður. En það getur enginn sagt mér að gott A-landslið verði til úr veikum grunni. Það er bara ekki hægt."Pistilinn í heild sinni má sjá hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira