Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. mars 2013 15:07 Hnýtingakvöld hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar. Fyrir norðan velta stangveiðimenn því nú fyrir sér hvort vaxandi göngur sjóbirtings og urriða skýri að hluta niðursveiflu hjá bleikjunni. Ofangreint er meðal þess sem fram kemur í fróðlegum pistli sem Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar, sendi okkur um starfið framundan hjá félaginu. Hér fylgir pistill Guðrúnar Unu:Veiðimenn fyrir norðan stytta sér stundir Vetrarstarf Stangaveiðifélags Akureyrar (SVAK), Flúða og Flugunar er í fullum gangi þessa dagana og hefur mæting verið góð en uppákomurnar eru haldnar á hverju mánudagskvöldi klukkan 20 í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is. Þetta starf er liður í að stytta veiðimönnum stundir fram að stangveiðitímabilinu, kynna fyrir þeim veiðisvæði félaganna og annað efni tengt þessu vinsæla sporti. Hnýtinganámskeið var haldið nýlega og mættu þar um tíu manns og lærðu að hnýta silungaflugur undir dyggri leiðsögn Valdimars Friðgeirssonar, hnýtara með meiru Að námskeiðunum loknum hafa síðan verið haldin almenn hnýtingakvöld, það er að segja veiðimönnum gefst kostur að hittast, hnýta nokkrar flugur og spá í spilin fyrir næsta veiðisumar. Þá kynntu Flugumenn sínar ár fyrir skömmu en þ.e laxveiðiáin Hölkná í Þistilfirði og Ólafsfjarðará sem þeir eru leigutakar að ásamt SVAK. Ólafsfjarðará fór í framhaldinu inná söluvef SVAK og er opin félagsmönnum til 1.apríl en fer eftir það í almenna sölu. Nýverið flutti Erlendur Steinar Friðriksson pistil og fór ítarlega yfir bleikjuveiði í Eyjafirðinum og víðar. Bleikjuveiði hefur farið minnkandi undanfarin ár og velta menn fyrir sér ástæðunni en hækkandi hitastig vatns og ofveiði sem ekki hjálpar til þegar stofnstærð veiðisvæða er i lágmarki eru hugsanlegir orsakaþættir. Í pistlinum kom einnig fram að sjóbirtingur/urriði er farinn að veiðast í meira magni en áður í mörgum bleikjuám á Eyjafjarðarsvæðinu, en hvort sú fjölgun er á kostnað bleikjunnar og hafi áhrif er erfitt að færa sönnur á. Ýmislegt er fram undan í vetrarstarfinu hjá veiðifélögunum þremur en þar má nefna pistla um Hörgá og Svarfaðardalsá sem eru í umboðssölu hjá SVAK en þeir verða haldnir 4. mars næstkkomandi. Veiðisvæði stangveiðifélagsins Flúða verða einnig kynnt fljótlega en það eru árnar Fjarðará í Hvalvatnsfirði og hin eina og sanna Fnjóská. Þá mun Hermann Bárðarson fjalla um Hraun og Syðra-fjall í Laxá í Aðaldal en þau veiðisvæði fara fljótlega á söluvef SVAK. Þegar líður á vorið er meiningin að brydda uppá ýmsu skemmtilegu í tilefni af 10 ára afmæli Stangveiðifélags Akureyrar. Nánari upplýsingar um þessa atburði er að finna á svak.is. og fésbókarsíðu SVAK. Þess má geta að ókeypis er inn á þessar uppákomur og allir eru velkomnir.Guðrún Una Jónsdóttir, formaður SVAK.Árni Jóhannesson Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Fyrir norðan velta stangveiðimenn því nú fyrir sér hvort vaxandi göngur sjóbirtings og urriða skýri að hluta niðursveiflu hjá bleikjunni. Ofangreint er meðal þess sem fram kemur í fróðlegum pistli sem Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar, sendi okkur um starfið framundan hjá félaginu. Hér fylgir pistill Guðrúnar Unu:Veiðimenn fyrir norðan stytta sér stundir Vetrarstarf Stangaveiðifélags Akureyrar (SVAK), Flúða og Flugunar er í fullum gangi þessa dagana og hefur mæting verið góð en uppákomurnar eru haldnar á hverju mánudagskvöldi klukkan 20 í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is. Þetta starf er liður í að stytta veiðimönnum stundir fram að stangveiðitímabilinu, kynna fyrir þeim veiðisvæði félaganna og annað efni tengt þessu vinsæla sporti. Hnýtinganámskeið var haldið nýlega og mættu þar um tíu manns og lærðu að hnýta silungaflugur undir dyggri leiðsögn Valdimars Friðgeirssonar, hnýtara með meiru Að námskeiðunum loknum hafa síðan verið haldin almenn hnýtingakvöld, það er að segja veiðimönnum gefst kostur að hittast, hnýta nokkrar flugur og spá í spilin fyrir næsta veiðisumar. Þá kynntu Flugumenn sínar ár fyrir skömmu en þ.e laxveiðiáin Hölkná í Þistilfirði og Ólafsfjarðará sem þeir eru leigutakar að ásamt SVAK. Ólafsfjarðará fór í framhaldinu inná söluvef SVAK og er opin félagsmönnum til 1.apríl en fer eftir það í almenna sölu. Nýverið flutti Erlendur Steinar Friðriksson pistil og fór ítarlega yfir bleikjuveiði í Eyjafirðinum og víðar. Bleikjuveiði hefur farið minnkandi undanfarin ár og velta menn fyrir sér ástæðunni en hækkandi hitastig vatns og ofveiði sem ekki hjálpar til þegar stofnstærð veiðisvæða er i lágmarki eru hugsanlegir orsakaþættir. Í pistlinum kom einnig fram að sjóbirtingur/urriði er farinn að veiðast í meira magni en áður í mörgum bleikjuám á Eyjafjarðarsvæðinu, en hvort sú fjölgun er á kostnað bleikjunnar og hafi áhrif er erfitt að færa sönnur á. Ýmislegt er fram undan í vetrarstarfinu hjá veiðifélögunum þremur en þar má nefna pistla um Hörgá og Svarfaðardalsá sem eru í umboðssölu hjá SVAK en þeir verða haldnir 4. mars næstkkomandi. Veiðisvæði stangveiðifélagsins Flúða verða einnig kynnt fljótlega en það eru árnar Fjarðará í Hvalvatnsfirði og hin eina og sanna Fnjóská. Þá mun Hermann Bárðarson fjalla um Hraun og Syðra-fjall í Laxá í Aðaldal en þau veiðisvæði fara fljótlega á söluvef SVAK. Þegar líður á vorið er meiningin að brydda uppá ýmsu skemmtilegu í tilefni af 10 ára afmæli Stangveiðifélags Akureyrar. Nánari upplýsingar um þessa atburði er að finna á svak.is. og fésbókarsíðu SVAK. Þess má geta að ókeypis er inn á þessar uppákomur og allir eru velkomnir.Guðrún Una Jónsdóttir, formaður SVAK.Árni Jóhannesson
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði