Þreföldun í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2013 09:15 Maserati Quattroporte á stærstan skerf í góðri sölu nú. Í fyrra seldust aðeins 6.300 Maserati bílar en nú hefur Maserati borist pantanir uppá 17.000 bíla og aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu. Fiat, móðurfélag Maserati gaf fyrr á þessu ári upp þau áform sín upp að Maserati muni selja 50.000 bíla strax árið 2015. Varð það mörgum til skellihláturs, en sá hlátur hefur kannski minnkað núna við þessar ágætu fréttir af sportbílaframleiðandanum. Stærsta ástæða velgengni Maserati er mikil eftispurn eftir nýrri gerð Quattroporte, ekki síst frá Kína. Bandaríkin hafa verið stærsti markaðurinn fyrir Maserati bíla á undanförnum árum en Kína er búið að taka forystuna nú. Margar pantanir hafa einnig borist í nýjasta bíl Maserati, Ghibli. Afgreiðsla á þeim bíl hefur þó ekki hafist enn þó styttast fari í það. Þá eru á leiðinni Levante jepplingur, endurhannaður GranTurismo og sportbíll sem settur verður til höfuðs Porsche 911 bílnum, svo margt er að gerast hjá Maserati sem orðið gæti til þess að markmiðum Fiat verði náð árið 2015. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent
Í fyrra seldust aðeins 6.300 Maserati bílar en nú hefur Maserati borist pantanir uppá 17.000 bíla og aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu. Fiat, móðurfélag Maserati gaf fyrr á þessu ári upp þau áform sín upp að Maserati muni selja 50.000 bíla strax árið 2015. Varð það mörgum til skellihláturs, en sá hlátur hefur kannski minnkað núna við þessar ágætu fréttir af sportbílaframleiðandanum. Stærsta ástæða velgengni Maserati er mikil eftispurn eftir nýrri gerð Quattroporte, ekki síst frá Kína. Bandaríkin hafa verið stærsti markaðurinn fyrir Maserati bíla á undanförnum árum en Kína er búið að taka forystuna nú. Margar pantanir hafa einnig borist í nýjasta bíl Maserati, Ghibli. Afgreiðsla á þeim bíl hefur þó ekki hafist enn þó styttast fari í það. Þá eru á leiðinni Levante jepplingur, endurhannaður GranTurismo og sportbíll sem settur verður til höfuðs Porsche 911 bílnum, svo margt er að gerast hjá Maserati sem orðið gæti til þess að markmiðum Fiat verði náð árið 2015.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent