Strætóbílstjórar í kappakstri reknir Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 10:30 Gaman um stund en síðan reknir Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent
Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent