Fyrsti sportarinn frá Kia Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2013 10:15 Kia Pro cee´d GT í austurrísku ölpunum. Reynsluakstur – Kia Pro cee´d GT Kia hefur ekki verið þekkt fyrir smíði sportbíla hingað til, en nú hefur orðið breyting þar á. Engu að síður er þessi fyrsti sportbíll Kia byggður á einum mest selda bíl Kia, hinum frekar smá cee´d og heitir Kia Pro cee´d GT. Alls ekki þjált nafn, sem hefur reyndar orðið skotspónn hjá mörgum þeim sem um bílinn hafa fjallað. Þessum nýja bíl var reynsluekið í sumar í ægifögru fjallalandslagi austurrísku alpanna með heimastöð í hinum fræga skíðabæ Kitzbühel. Það voru ekki slæmar aðstæður fyrir svo skemmtilegan bíl sem þennan og vegirnir alveg frábærir til þess að fá það besta fram úr þessum sprettharða og skemmtilega bíl. Kia Pro cee´d GT er aflmesti bíll sem Kia hefur nokkurntíma smíðað og með 201 hestöfl í svo litlum bíl er hann harðduglegur að skila ökumönnum milli hinna fallegu skíðabæja sem þarna eru á hverju strái. Eftirminnileg var leiðin milli Kitzbühel og Zell am See, bæði hvað lítur að fegurð og gæðum vegarins þar á milli. Túrbína bílsins hafði nóg að gera meðan á því stóð og allt í einu blasti við hið stórfallega stöðvatn sem bærinn fríði er kenndur við.Þrælöflug lítil vél Þrátt fyrir allt aflið er vélin ekki stór, aðeins með 1,6 lítra sprengirými en öflug túrbínan bætir miklu við. Þetta er sama vélin og er í bíl systurfyrirtækis Kia, Hyundai Velostar Turbo, sem ekki fæst reyndar á Íslandi. Allt aflið fer til framhjólanna og það vill oft verða illviðráðanlegt í bílum að senda mikið afl eingöngu til þeirra, en svo vel er þessi bíll settur upp að það veldur engum vandræðum og afturendinn gengur ekki laus fyrir vikið. Að sjálfsögðu var reynsluakstursbíllinn beinskiptur og sex gíra skiptingin er sportleg og hæfilega stutt á milli gíra. Bíllinn er 7,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraði hans er 230 km/klst. Þetta eru tölur sem narta í bíla eins og Ford Focus ST, Opel Astra VXR og Megane RS og ennþá nær þeim tölum sem Volkswagen Golf GTI skilar. Bíllinn er eins og allir aðrir bílar Kia um þessar mundir hannaður af Peter Schreyer, enda er hann gullfallegur og alveg í stíl við getu hans.Góður við hverskonar akstur Kia Pro cee´d GT er eins auðveldur og góður í rólegum bæjarakstri og hann er þegar auðir vegir leyfa að á honum sé tekið. Þá er hann reyndar í essinu sínu og hann fer einstaklega vel með mikinn hraða og elskar að fara hratt í beygjur. Fjöðrunin er miklu stífari en í bróður hans sem ekki er með GT í nafninu, enda annað ekki við hæfi fyrir sportbíl. Hún er þó ekki svo hörð að hún fari illa með farþegana, bara einfaldlega vel stillt fyrir getu hans að öllu leiti. Þarna er því á ferðinni bíll sem er þægilegur við allar aðstæður og hver sem er getur keyrt. Kia setti það sem markmið við smíði bílsins að hann væri þægilegur bíll við hverskonar akstur sem myndi höfða til flestra. Það hefur greinilega tekist. Ef eitthvað er hægt að setja út á bílinn er það helst það að sumir jafningjar hans gefa meiri tilfinningu fyrir stýringu og hann mætti fara hraðar upp snúningskúrfuna í hverjum gír. Því verða skiptingar ekki eins hraðar og óska mætti og fyrir vikið tælist ökumaður til þess að fara mjög hátt í snúningi áður en skipt er upp. Hann þolir það samt mjög vel. Bíllinn veitir ökmanni mikla öryggistilfinningu, er stöðugur á vegi með lítinn hliðarhalla, gott grip og á miklu hraða finnur ökumaður sig mjög öruggan. Enn teiknar Peter Schreyer fagurlega Bíllinn er mjög laglegur að innan og Recaro sportsætin gefa strax til kynna hvernig á að nota þennan bíl. Ekki minnkar sú tilfinning er augun berast að stýrinu, sannkallað smátt sportstýri og mjög flott. Reynsluaksturbíllinn var með leðursætum með fallegum rauðlitum saumum, allt í stíl við mjög svo fallega innréttingu bílsins. Búnaður bílsins er frekar á pari við mun stærri og dýrari bíla sem falla í D eða E stærðarflokk bíla. GT bíllinn verður í boði bæði þriggja og fimm dyra alveg frá fyrsta degi og jafnflottur á báða vegu. Eitt það alflottasta við þennan bíl eru þó álfelgurnar sem eru hreinlega einar þær fallegustu sem reynsluökumaður hefur augum litið. Fyrstu bílarnir af þessum frísklega sportbíl koma til Íslands í þessum mánuði og full ástæða fyrir þá sem kjósa krafmikla litla bíla að kíkja á gripinn og verðið ætti ekki að hræða frá. Það er frekar skrítið til þess að hugsa að liðin eru næstum 7 ár síðan að Kia kom fram með cee´d bílinn og því eru þeir allir enn í ábyrgð og það sama á náttúrulega líka við þennan GT bíl. Það ætti að veita framtíðareigendum hans mikla hugarró. Það var kominn tími á að Kia tæki þátt í samkeppninni um “hot hatch” smábíla og kannski ekki nema vona að gerðunum í B-stærðarflokki myndi fjölga frá Kia þar sem sá flokkur telur 26% allra þeirra bíla sem seldir eru í heiminum. Kostir: Fegurð, akstursgeta, staðalbúnaður Ókostir: Næmni í stýri, hægur upp snúningskúrfuna 1,6 l. bensín, 201 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 7,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 171 g/km CO2 Hröðun: 7,4 sek. Hámarkshraði: 230 km/klst Verð frá: 5.500.000 kr. Umboð: Askja Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Reynsluakstur – Kia Pro cee´d GT Kia hefur ekki verið þekkt fyrir smíði sportbíla hingað til, en nú hefur orðið breyting þar á. Engu að síður er þessi fyrsti sportbíll Kia byggður á einum mest selda bíl Kia, hinum frekar smá cee´d og heitir Kia Pro cee´d GT. Alls ekki þjált nafn, sem hefur reyndar orðið skotspónn hjá mörgum þeim sem um bílinn hafa fjallað. Þessum nýja bíl var reynsluekið í sumar í ægifögru fjallalandslagi austurrísku alpanna með heimastöð í hinum fræga skíðabæ Kitzbühel. Það voru ekki slæmar aðstæður fyrir svo skemmtilegan bíl sem þennan og vegirnir alveg frábærir til þess að fá það besta fram úr þessum sprettharða og skemmtilega bíl. Kia Pro cee´d GT er aflmesti bíll sem Kia hefur nokkurntíma smíðað og með 201 hestöfl í svo litlum bíl er hann harðduglegur að skila ökumönnum milli hinna fallegu skíðabæja sem þarna eru á hverju strái. Eftirminnileg var leiðin milli Kitzbühel og Zell am See, bæði hvað lítur að fegurð og gæðum vegarins þar á milli. Túrbína bílsins hafði nóg að gera meðan á því stóð og allt í einu blasti við hið stórfallega stöðvatn sem bærinn fríði er kenndur við.Þrælöflug lítil vél Þrátt fyrir allt aflið er vélin ekki stór, aðeins með 1,6 lítra sprengirými en öflug túrbínan bætir miklu við. Þetta er sama vélin og er í bíl systurfyrirtækis Kia, Hyundai Velostar Turbo, sem ekki fæst reyndar á Íslandi. Allt aflið fer til framhjólanna og það vill oft verða illviðráðanlegt í bílum að senda mikið afl eingöngu til þeirra, en svo vel er þessi bíll settur upp að það veldur engum vandræðum og afturendinn gengur ekki laus fyrir vikið. Að sjálfsögðu var reynsluakstursbíllinn beinskiptur og sex gíra skiptingin er sportleg og hæfilega stutt á milli gíra. Bíllinn er 7,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraði hans er 230 km/klst. Þetta eru tölur sem narta í bíla eins og Ford Focus ST, Opel Astra VXR og Megane RS og ennþá nær þeim tölum sem Volkswagen Golf GTI skilar. Bíllinn er eins og allir aðrir bílar Kia um þessar mundir hannaður af Peter Schreyer, enda er hann gullfallegur og alveg í stíl við getu hans.Góður við hverskonar akstur Kia Pro cee´d GT er eins auðveldur og góður í rólegum bæjarakstri og hann er þegar auðir vegir leyfa að á honum sé tekið. Þá er hann reyndar í essinu sínu og hann fer einstaklega vel með mikinn hraða og elskar að fara hratt í beygjur. Fjöðrunin er miklu stífari en í bróður hans sem ekki er með GT í nafninu, enda annað ekki við hæfi fyrir sportbíl. Hún er þó ekki svo hörð að hún fari illa með farþegana, bara einfaldlega vel stillt fyrir getu hans að öllu leiti. Þarna er því á ferðinni bíll sem er þægilegur við allar aðstæður og hver sem er getur keyrt. Kia setti það sem markmið við smíði bílsins að hann væri þægilegur bíll við hverskonar akstur sem myndi höfða til flestra. Það hefur greinilega tekist. Ef eitthvað er hægt að setja út á bílinn er það helst það að sumir jafningjar hans gefa meiri tilfinningu fyrir stýringu og hann mætti fara hraðar upp snúningskúrfuna í hverjum gír. Því verða skiptingar ekki eins hraðar og óska mætti og fyrir vikið tælist ökumaður til þess að fara mjög hátt í snúningi áður en skipt er upp. Hann þolir það samt mjög vel. Bíllinn veitir ökmanni mikla öryggistilfinningu, er stöðugur á vegi með lítinn hliðarhalla, gott grip og á miklu hraða finnur ökumaður sig mjög öruggan. Enn teiknar Peter Schreyer fagurlega Bíllinn er mjög laglegur að innan og Recaro sportsætin gefa strax til kynna hvernig á að nota þennan bíl. Ekki minnkar sú tilfinning er augun berast að stýrinu, sannkallað smátt sportstýri og mjög flott. Reynsluaksturbíllinn var með leðursætum með fallegum rauðlitum saumum, allt í stíl við mjög svo fallega innréttingu bílsins. Búnaður bílsins er frekar á pari við mun stærri og dýrari bíla sem falla í D eða E stærðarflokk bíla. GT bíllinn verður í boði bæði þriggja og fimm dyra alveg frá fyrsta degi og jafnflottur á báða vegu. Eitt það alflottasta við þennan bíl eru þó álfelgurnar sem eru hreinlega einar þær fallegustu sem reynsluökumaður hefur augum litið. Fyrstu bílarnir af þessum frísklega sportbíl koma til Íslands í þessum mánuði og full ástæða fyrir þá sem kjósa krafmikla litla bíla að kíkja á gripinn og verðið ætti ekki að hræða frá. Það er frekar skrítið til þess að hugsa að liðin eru næstum 7 ár síðan að Kia kom fram með cee´d bílinn og því eru þeir allir enn í ábyrgð og það sama á náttúrulega líka við þennan GT bíl. Það ætti að veita framtíðareigendum hans mikla hugarró. Það var kominn tími á að Kia tæki þátt í samkeppninni um “hot hatch” smábíla og kannski ekki nema vona að gerðunum í B-stærðarflokki myndi fjölga frá Kia þar sem sá flokkur telur 26% allra þeirra bíla sem seldir eru í heiminum. Kostir: Fegurð, akstursgeta, staðalbúnaður Ókostir: Næmni í stýri, hægur upp snúningskúrfuna 1,6 l. bensín, 201 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 7,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 171 g/km CO2 Hröðun: 7,4 sek. Hámarkshraði: 230 km/klst Verð frá: 5.500.000 kr. Umboð: Askja
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent