Sport

Draumaúrslitaleikur á opna bandaríska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Novak Djokovic.
Novak Djokovic. Mynd/AFP
Serbinn Novak Djokovic og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis en undanúrslitaleikirnir fóru fram í nótt. Þetta eru tveir efstu menn á heimslistanum og því um draumaúrslitaleik að ræða. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Rafael Nadal vann Frakkann Richard Gasquet í þremur settum í undanúrslitunum; 6-4, 7-6 og 6-2 en áður hafði Djokovic þurft að hafa fyrir því á móti Svisslendingnum Stanislas Wawrinka þar sem hann lenti tvisvar undir. Djokovic vann að lokum í fimm settum; 2-6,7-6,3-6,6-3 og 6-4.

„Novak er stórkostlegur spilari. Hans árangur sýnir að hann er einn af bestum tennisspilurum sem ég hef nokkrum tíma séð. Þetta verður erfiður úrslitaleikur fyrir en vonandi verð ég klár," sagði Rafael Nadal.

Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna bandaríska mótinu fjórða árið í röð. Þeir hafa báðir unnið risatitil á árinu og eru að spila vel. Djokovic vann opna ástralska en Nadal vann opna franska.

Rafael Nadal vann opna bandaríska mótið í eina skiptið árið 2010 þegar hann vann einmitt Djokovic í úrslitleiknum; 6–4, 5–7, 6–4 og 6–2. Djokovic hefndi með því að vinna Nadal í úrslitaleiknum árið eftir en í fyrra sá Serbinn á eftir titlinum til Andy Murray sem vann Djokovic í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×