Lexus innkallar 369.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 10:30 Lexus RX 450h Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent