Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á risasigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir skoraði sex mörk.
Steinunn Björnsdóttir skoraði sex mörk. Mynd/Vilhelm
Ragnheiður Júlíusdóttir, sextán stelpa úr Fram, skoraði ellefu mörk þegar Íslandsmeistararnir hófu tímabilið á 31 marks sigri á Víkingi í Reykjavíkurmóti kvenna í handbolta í gær.

Ragnheiður leikur í stöðu vinstri skyttu og eða leikstjórnanda og hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Ragnheiður á ekki langt að sækja skothörkuna því hún er dóttir Júlíusar Gunnarssonar, fyrrverandi landsliðs­manns úr Fram og Val. Ragnheiður er samt ekki örvhent eins og pabbi sinn.

Fram vann leikinn 43-12 eftir að hafa verið 21-6 yfir í hálfleik. Víkingsliðið skoraði því aðeins einu marki meira en Ragnheiður í leiknum. Næstar í markaskorun hjá Fram voru þær Marthe Sördal með 9 mörk og Steinunn Björnsdóttir með 6 mörk. Rebekka Friðriksdóttir skoraði 4 mörk fyrir Fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×