Bíó og sjónvarp

Rússneskur vetur í Bæjarbíói

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kvikmyndin Solaris eftir Andrei Tarkovsky er meðal þeirra kvikmynda sem sýndar verða í vetur.
Kvikmyndin Solaris eftir Andrei Tarkovsky er meðal þeirra kvikmynda sem sýndar verða í vetur.
Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu.

Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands.

Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky.

Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.

Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.