Trukkur með þotuhreyfli á 338 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 10:30 Í kvartmílukeppni einni í Bandaríkjunum mætti einn keppandinn á flutningabíl án flutningavagns, en með þotuhreyfil. Svo mikið afl er í hreyflinum að áður en hann tekur spyrnuna grillar hann sviðið sem fyrir aftan hann stendur áður en hann leggur í spyrnuna. Hún er heldur ekki af verra taginu því hana fer hann aðeins á 7,07 sekúndum og endahraði trukksins var 338 km/klst. Það þarf vafalaust mörg þúsund hestöfl til að henda nokkurra tonna trukknum svo hratt gegnum kvartmíluna og líklega eru lítil takmörk fyrir því hvaða hraða hann nær svona búinn. Líklega er það aðeins takmarkað af þori ökumannsins. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Í kvartmílukeppni einni í Bandaríkjunum mætti einn keppandinn á flutningabíl án flutningavagns, en með þotuhreyfil. Svo mikið afl er í hreyflinum að áður en hann tekur spyrnuna grillar hann sviðið sem fyrir aftan hann stendur áður en hann leggur í spyrnuna. Hún er heldur ekki af verra taginu því hana fer hann aðeins á 7,07 sekúndum og endahraði trukksins var 338 km/klst. Það þarf vafalaust mörg þúsund hestöfl til að henda nokkurra tonna trukknum svo hratt gegnum kvartmíluna og líklega eru lítil takmörk fyrir því hvaða hraða hann nær svona búinn. Líklega er það aðeins takmarkað af þori ökumannsins.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent