Bíll ársins er Skoda Octavia Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 18:30 Við lokaprófanir á þeim 9 bílum sem komust í úrslit í vali á bíl ársins í ár. Val á bíl ársins á Íslandi var kunngert nú fyrir stundu. Sigurvegarinn þetta árið er Skoda Octavia sem kom af nýrri kynslóð fyrr á árinu. Skoda Octavia var sigurvegarinn í flokki stærri fólksbíla en fékk einnig hæstu einkunn þeirra 9 bíla sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Í þessum flokki bíla bar Octavia sigur á Tesla Model S og Lexus IS 300h, en Teslan náði þar öðru sæti og var einnig sá bíll sem fékk næstflest stig í heildina. Skoda Octavia hefur verið feykivinsæll bíll á Íslandi á síðastliðnum árum og er söluhæsta einstaka bílgerðin sem stendur þetta árið. Hann var næst mest seldi bíllinn í fyrra, rétt á eftir Toyota Yaris, en Octavia var söluhæst árið 2011.Volkswagen Golf bestur smærri fólksbíla Í flokki minni fólksbíla bar sigur úr bítum Volkswagen Golf, en hann varð einnig þriðji hæsti bíllinn í heildina. Volkswagen Golf var bæði kosinn bíll ársins í Evrópu og í heiminum öllum á þessu ári. Í öðru sæti í þessum flokki var Renault Clio og rafmagnsbíllinn Nissan Leaf í því þriðja. Verðlaunaafhendingin fór fram á veitingastaðnum Nauthól í Nauthólsvík að viðstöddum fulltrúum bílaumboðanna og fleiri gestum. Að valinu stóð sem fyrr Bandalag íslenskra Bílablaðamanna, en nú með stuðningi Bílgreinasambandsins. Aðalverðlaunin, Stálstýrið eftirsótta var þar afhent fulltrúum Heklu, sem selur Skoda bíla. Alls voru 8 blaðamenn sem tóku þátt í lokavalinu og gáfu bílunum einkunn hvað 12 þætti þeirra varðaði. Frumherji hefur mörg undanfarin ár stutt við þetta árlega val á bíl ársins og var svo einnig nú og voru allir bílarnir prófaðir þar og mældir á lokadegi valsins.Honda CR-V bestur í flokki jeppa og jepplingaÍ flokki jeppa og jepplinga stóð Honda CR-V hæstur, en á eftir honum komu Toyota RAV4 og Ford Kuga. Í þessum flokki fékk Honda CR-V 682 stig, Toyota RAV4 563 stig og Ford Kuga kom rétt á eftir með 555 stig. Í flokki minni fólksbíla fékk Volkswagen Golf 701 stig, Renault Clio 649 stig og Nissan Leaf rétt á eftir með 642 stig. Í þessum tveimur flokkum voru því tveir afgerandi sigurvegarar, en mjótt á munum í öðru og þriðja sæti. Í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda 742 stig. Tesla Model S fékk 706 stig og rétt á eftir kom svo Lexus IS300h með 699 stig, enn einn flokkurinn með afgerandi sigurvegara. Tveir efstu bílarnir í heild komu úr þessum flokki, Skoda Octavia umtalsvert efstur, en Tesla Model S fékk næst hæstu einkunnina. Þriðji í heildina var Volkswagen Golf, en aðeins tveimur stigum á eftir honum kom svo Lexus IS300h og varð hann því fjórði í heildina. Mynd/Vilhelm Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Val á bíl ársins á Íslandi var kunngert nú fyrir stundu. Sigurvegarinn þetta árið er Skoda Octavia sem kom af nýrri kynslóð fyrr á árinu. Skoda Octavia var sigurvegarinn í flokki stærri fólksbíla en fékk einnig hæstu einkunn þeirra 9 bíla sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Í þessum flokki bíla bar Octavia sigur á Tesla Model S og Lexus IS 300h, en Teslan náði þar öðru sæti og var einnig sá bíll sem fékk næstflest stig í heildina. Skoda Octavia hefur verið feykivinsæll bíll á Íslandi á síðastliðnum árum og er söluhæsta einstaka bílgerðin sem stendur þetta árið. Hann var næst mest seldi bíllinn í fyrra, rétt á eftir Toyota Yaris, en Octavia var söluhæst árið 2011.Volkswagen Golf bestur smærri fólksbíla Í flokki minni fólksbíla bar sigur úr bítum Volkswagen Golf, en hann varð einnig þriðji hæsti bíllinn í heildina. Volkswagen Golf var bæði kosinn bíll ársins í Evrópu og í heiminum öllum á þessu ári. Í öðru sæti í þessum flokki var Renault Clio og rafmagnsbíllinn Nissan Leaf í því þriðja. Verðlaunaafhendingin fór fram á veitingastaðnum Nauthól í Nauthólsvík að viðstöddum fulltrúum bílaumboðanna og fleiri gestum. Að valinu stóð sem fyrr Bandalag íslenskra Bílablaðamanna, en nú með stuðningi Bílgreinasambandsins. Aðalverðlaunin, Stálstýrið eftirsótta var þar afhent fulltrúum Heklu, sem selur Skoda bíla. Alls voru 8 blaðamenn sem tóku þátt í lokavalinu og gáfu bílunum einkunn hvað 12 þætti þeirra varðaði. Frumherji hefur mörg undanfarin ár stutt við þetta árlega val á bíl ársins og var svo einnig nú og voru allir bílarnir prófaðir þar og mældir á lokadegi valsins.Honda CR-V bestur í flokki jeppa og jepplingaÍ flokki jeppa og jepplinga stóð Honda CR-V hæstur, en á eftir honum komu Toyota RAV4 og Ford Kuga. Í þessum flokki fékk Honda CR-V 682 stig, Toyota RAV4 563 stig og Ford Kuga kom rétt á eftir með 555 stig. Í flokki minni fólksbíla fékk Volkswagen Golf 701 stig, Renault Clio 649 stig og Nissan Leaf rétt á eftir með 642 stig. Í þessum tveimur flokkum voru því tveir afgerandi sigurvegarar, en mjótt á munum í öðru og þriðja sæti. Í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda 742 stig. Tesla Model S fékk 706 stig og rétt á eftir kom svo Lexus IS300h með 699 stig, enn einn flokkurinn með afgerandi sigurvegara. Tveir efstu bílarnir í heild komu úr þessum flokki, Skoda Octavia umtalsvert efstur, en Tesla Model S fékk næst hæstu einkunnina. Þriðji í heildina var Volkswagen Golf, en aðeins tveimur stigum á eftir honum kom svo Lexus IS300h og varð hann því fjórði í heildina. Mynd/Vilhelm
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent