Tesla er engum líkur Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 08:45 Tesla Model S Reynsluakstur - Tesla Model S Enginn bíll sem framleiddur er í heiminum er umtalaðri en Tesla Model S. Nú er fyrsti bíllinn þeirrar tegundar kominn til landsins og á annan tugur til viðbótar á leiðinni. Er það fagnaðarefni þar sem ekki er svo auðvelt að fá þá afgreidda, slík er eftirspurnin. Tesla er frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og hugarfóstur uppfinningamannsins ótrúlega, Elon Musk. Svo vel hefur honum tekist upp með þróun þessa bíls að almennt halda þeir sem prófað hafa ekki vatni yfir bílnum. Það skal viðurkennast strax að greinarhöfundur er einn þeirra. Stór orð eins og höfð eru eftir bílablaðamönnum ConsumerReports; „Besti bíll sem við höfum nokkurn tíma prófað“ eða hjá USA Today; „Lúxusbíllinn Tesla Model S er stórkostlegur“, er eitthvað sem allt í einu hljómar bara eðlilega.Hefur flesti kosti sem óska má sérTesla er engum bíl líkur. Hann er í senn umhverfisvænn bíll sem aðeins gengur fyrir rafmagni, hefur drægi á við margan bensínbílinn, er ótrúlegur sportbíll sem fer í hundraðið á 4,2 sekúndum, hefur frábæra aksturseiginleika, er gullfallegur og tekur 7 farþega, svo fremi sem tveir þeirra eru undir 10 ára aldri. Hvað er hægt að óska sér fleira? Jú, helst lágs verðs. Það má þó segja um þennan bíl að hann er ekki dýr í samanburði við bíla sem uppfylla megnið af þessum kostum, en enginn uppfyllir þó þá alla. Tesla Model S má nefnilega fá fyrir 11,8 milljónir króna, en þá er hann reyndar með ekki eins mikið drægi en sá bíll sem prófaður var, en hann kemst 480 km á fullri hleðslu. Bíll þeirrar gerðar kostar 13,8 milljónir króna og er það afar samkeppnishæft verð, það sem stærri lúxusbílar með mikið afl kosta hæglega yfir 20 milljónir króna. Samt er rétt að hafa í huga að það er ekki á allra færi að smella svona upphæð á borðið, en á móti kemur að rekstrarkostnaður við bílinn eftir það er fáránlega lítill þar sem rafmagn kostar ekki mikið hér á landi. Einnig má búast við því að viðgerðarkostnaður verði lítill þar sem í rafmagnsbílum er miklu einfaldara gangverk.Jafn flottur að innan sem utanÞað er mikil upplifun að fá svona bíl í hendurnar. Í fyrsta lagi er bíllinn svo fallegur og sporlegur að höfuð flestra þeirra sem á vegi ökumanns verður snúast svo hratt að bílnum að hættulegt getur talist. Þegar inn í hann er komið tekur það sama við, en hann er samt ekki hlaðinn sýnilegum stjórntækjum eins og í orrustuþotum. Þar er ekki takkaflóðinu fyrir að fara þar sem flestu því sem stjórna má í bílnum, sem er ansi margt, er stjórnað á gríðarstórum 17 tommu skjá fyrir miðju mælaborðsins. Þessi stærsti skjár sem sést hefur í bíl er eitt af því sem einkennir bílinn hvað mest er snertiskjár og svo vel upp settur að ökumaður er fljótur að læra svo til allt sem hann býður uppá. Hreint ótrúleg tækni þar og vel upp sett. Innréttingin er að öðru leiti frekar einföld, en stílhrein og falleg. Sætin eru mjög góð, einnig sætin að aftan. Setið er neðarlega í bílnum sem eðlilegt er fyrir svo sportlegan bíl. Einn af fáum ókostum bílsins er þó fólginn í því að innstig í aftursætin er ekkert sérlega þægileg. Myndarleg brýk aftan hurðaopsins er hindrun og þegar inn er sest er eins gott að fimmti farþeginn sé ekki á milli hinna tveggja í aftursætinu, því lágt þakið við hliðar bílsins eru til trafala fyrir höfuð farþeganna. Ef hinsvegar enginn er á milli, má hnika sér nær miðjunni og þá er höfuð farþega undir flottu glerþaki bílsins og nægt höfuðrými. Ótrúlegt er að kíkja undir bílinn, sem gert var á lyftu uppí Frumherja við prófanir á þeim bílum sem komust í úrslit í vali á bíl ársins. Hann er algerlega rennisléttur að neðan, sem er eitt af því sem hjálpar til við ótrúlega lágan vindmótsstuðul bílsins uppá 0,24. Geri aðrir betur!Mögnuð upplifun við aksturAð taka af stað í þessum bíl er mikil upplifun. Í fyrsta lagi alveg hljóðlaust, aflpedallinn er svo næmur að nákvæmleg ekkert hik er við inngjöf. Aldrei hefur greinarhöfundur fundið eins næma beintenginu við inngjöfina og virkni út í hjólin. Svo er það upplifunin við að þrýsta fast á hægri pedalann, enda 416 hestöfl tiltæk. Það er engu líkt. Bíllinn er svo öflugur að rétt er að vara þá við sem prófa. Þá er reyndar gott að vita af góðri skrikvörninni sem grípur strax inní ef gassalega er lagt af stað og bíllinn ekki í beinni línu við veginn. Bíllinn er svo öflugur að ef spólvörn og skrikvörn er aftengd spólar bíllinn fyrstu hundruði metranna og rýkur áfram í gúmmískýi. Hann er þó fljótari í förum með varnirnar á og aflinu úthlutað eftir gripi. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er á mjög breiðum dekkjum sem hafa mikið grip. Geta bílsins við frísklegan akstur er framúrskarandi og ekki finnst honum leiðinlegt að taka beygjurnar hratt.Lágur þyngdarpunkturReynsluakstursbíllinn var með hækkanlega loftpúðafjöðrun og má mæla með því að taka bílinn einmitt þannig fyrir íslenskar aðstæður til að glíma við snjóinn og jafnvel stærstu hraðahindranir. Ekki það að í venjulegri stöðu sé bíllinn lágur. Það þarf örugglega talsvert mikla ójöfnu til að reka hann undir, sem gerðist aldrei í reynsluakstrinum. Til að átta sig á aksturseiginleikum þessa bíls er rétt að skoða nokkrar tölur. Bíllinn er með þyngdarpunkinn aðeins 46 cm frá vegi og er leit að lægri þyngdarpunkti bíls. Þyngdardreifing milli öxla er 47/53%. Þetta, ásamt breidd dekkjanna og frábærrar fjöðrunar gerir hann af einum ánægjulegasta akstursbíl sem greinarhöfundur hefur prófað. Bremsur bílsins eru mjög góðar og stöðva hann frá 112 km hraða á 48 metrum. Það verður að teljast ágætt fyrir 2.170 kg bíl. Þeir sem hafa efni á að kaupa Tesla Model S ættu að sækjast eftir reynsluakstri og upplifa eitthvað sem þeir hafa aldrei hafa prófað áður.Kostir: Fegurð, akstursgeta, rekstrarkostnaðurÓkostir: Innstig, höfuðrými afturíRafmótorar, 416 hestöflAfturhjóladrifEyðsla: Eingöngu rafmagnMengun: 0 g/km CO2Hröðun: 4,2 sek.Hámarkshraði: 210 km/klstVerð frá: 11.800.000 kr.Risastór 17 tommu skjár fyrir miðju mælaborðsinsSjötta og sjöunda sætið er aðeins fyrir börn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Reynsluakstur - Tesla Model S Enginn bíll sem framleiddur er í heiminum er umtalaðri en Tesla Model S. Nú er fyrsti bíllinn þeirrar tegundar kominn til landsins og á annan tugur til viðbótar á leiðinni. Er það fagnaðarefni þar sem ekki er svo auðvelt að fá þá afgreidda, slík er eftirspurnin. Tesla er frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og hugarfóstur uppfinningamannsins ótrúlega, Elon Musk. Svo vel hefur honum tekist upp með þróun þessa bíls að almennt halda þeir sem prófað hafa ekki vatni yfir bílnum. Það skal viðurkennast strax að greinarhöfundur er einn þeirra. Stór orð eins og höfð eru eftir bílablaðamönnum ConsumerReports; „Besti bíll sem við höfum nokkurn tíma prófað“ eða hjá USA Today; „Lúxusbíllinn Tesla Model S er stórkostlegur“, er eitthvað sem allt í einu hljómar bara eðlilega.Hefur flesti kosti sem óska má sérTesla er engum bíl líkur. Hann er í senn umhverfisvænn bíll sem aðeins gengur fyrir rafmagni, hefur drægi á við margan bensínbílinn, er ótrúlegur sportbíll sem fer í hundraðið á 4,2 sekúndum, hefur frábæra aksturseiginleika, er gullfallegur og tekur 7 farþega, svo fremi sem tveir þeirra eru undir 10 ára aldri. Hvað er hægt að óska sér fleira? Jú, helst lágs verðs. Það má þó segja um þennan bíl að hann er ekki dýr í samanburði við bíla sem uppfylla megnið af þessum kostum, en enginn uppfyllir þó þá alla. Tesla Model S má nefnilega fá fyrir 11,8 milljónir króna, en þá er hann reyndar með ekki eins mikið drægi en sá bíll sem prófaður var, en hann kemst 480 km á fullri hleðslu. Bíll þeirrar gerðar kostar 13,8 milljónir króna og er það afar samkeppnishæft verð, það sem stærri lúxusbílar með mikið afl kosta hæglega yfir 20 milljónir króna. Samt er rétt að hafa í huga að það er ekki á allra færi að smella svona upphæð á borðið, en á móti kemur að rekstrarkostnaður við bílinn eftir það er fáránlega lítill þar sem rafmagn kostar ekki mikið hér á landi. Einnig má búast við því að viðgerðarkostnaður verði lítill þar sem í rafmagnsbílum er miklu einfaldara gangverk.Jafn flottur að innan sem utanÞað er mikil upplifun að fá svona bíl í hendurnar. Í fyrsta lagi er bíllinn svo fallegur og sporlegur að höfuð flestra þeirra sem á vegi ökumanns verður snúast svo hratt að bílnum að hættulegt getur talist. Þegar inn í hann er komið tekur það sama við, en hann er samt ekki hlaðinn sýnilegum stjórntækjum eins og í orrustuþotum. Þar er ekki takkaflóðinu fyrir að fara þar sem flestu því sem stjórna má í bílnum, sem er ansi margt, er stjórnað á gríðarstórum 17 tommu skjá fyrir miðju mælaborðsins. Þessi stærsti skjár sem sést hefur í bíl er eitt af því sem einkennir bílinn hvað mest er snertiskjár og svo vel upp settur að ökumaður er fljótur að læra svo til allt sem hann býður uppá. Hreint ótrúleg tækni þar og vel upp sett. Innréttingin er að öðru leiti frekar einföld, en stílhrein og falleg. Sætin eru mjög góð, einnig sætin að aftan. Setið er neðarlega í bílnum sem eðlilegt er fyrir svo sportlegan bíl. Einn af fáum ókostum bílsins er þó fólginn í því að innstig í aftursætin er ekkert sérlega þægileg. Myndarleg brýk aftan hurðaopsins er hindrun og þegar inn er sest er eins gott að fimmti farþeginn sé ekki á milli hinna tveggja í aftursætinu, því lágt þakið við hliðar bílsins eru til trafala fyrir höfuð farþeganna. Ef hinsvegar enginn er á milli, má hnika sér nær miðjunni og þá er höfuð farþega undir flottu glerþaki bílsins og nægt höfuðrými. Ótrúlegt er að kíkja undir bílinn, sem gert var á lyftu uppí Frumherja við prófanir á þeim bílum sem komust í úrslit í vali á bíl ársins. Hann er algerlega rennisléttur að neðan, sem er eitt af því sem hjálpar til við ótrúlega lágan vindmótsstuðul bílsins uppá 0,24. Geri aðrir betur!Mögnuð upplifun við aksturAð taka af stað í þessum bíl er mikil upplifun. Í fyrsta lagi alveg hljóðlaust, aflpedallinn er svo næmur að nákvæmleg ekkert hik er við inngjöf. Aldrei hefur greinarhöfundur fundið eins næma beintenginu við inngjöfina og virkni út í hjólin. Svo er það upplifunin við að þrýsta fast á hægri pedalann, enda 416 hestöfl tiltæk. Það er engu líkt. Bíllinn er svo öflugur að rétt er að vara þá við sem prófa. Þá er reyndar gott að vita af góðri skrikvörninni sem grípur strax inní ef gassalega er lagt af stað og bíllinn ekki í beinni línu við veginn. Bíllinn er svo öflugur að ef spólvörn og skrikvörn er aftengd spólar bíllinn fyrstu hundruði metranna og rýkur áfram í gúmmískýi. Hann er þó fljótari í förum með varnirnar á og aflinu úthlutað eftir gripi. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er á mjög breiðum dekkjum sem hafa mikið grip. Geta bílsins við frísklegan akstur er framúrskarandi og ekki finnst honum leiðinlegt að taka beygjurnar hratt.Lágur þyngdarpunkturReynsluakstursbíllinn var með hækkanlega loftpúðafjöðrun og má mæla með því að taka bílinn einmitt þannig fyrir íslenskar aðstæður til að glíma við snjóinn og jafnvel stærstu hraðahindranir. Ekki það að í venjulegri stöðu sé bíllinn lágur. Það þarf örugglega talsvert mikla ójöfnu til að reka hann undir, sem gerðist aldrei í reynsluakstrinum. Til að átta sig á aksturseiginleikum þessa bíls er rétt að skoða nokkrar tölur. Bíllinn er með þyngdarpunkinn aðeins 46 cm frá vegi og er leit að lægri þyngdarpunkti bíls. Þyngdardreifing milli öxla er 47/53%. Þetta, ásamt breidd dekkjanna og frábærrar fjöðrunar gerir hann af einum ánægjulegasta akstursbíl sem greinarhöfundur hefur prófað. Bremsur bílsins eru mjög góðar og stöðva hann frá 112 km hraða á 48 metrum. Það verður að teljast ágætt fyrir 2.170 kg bíl. Þeir sem hafa efni á að kaupa Tesla Model S ættu að sækjast eftir reynsluakstri og upplifa eitthvað sem þeir hafa aldrei hafa prófað áður.Kostir: Fegurð, akstursgeta, rekstrarkostnaðurÓkostir: Innstig, höfuðrými afturíRafmótorar, 416 hestöflAfturhjóladrifEyðsla: Eingöngu rafmagnMengun: 0 g/km CO2Hröðun: 4,2 sek.Hámarkshraði: 210 km/klstVerð frá: 11.800.000 kr.Risastór 17 tommu skjár fyrir miðju mælaborðsinsSjötta og sjöunda sætið er aðeins fyrir börn
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent