Seldist á 1.137 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 11:30 Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent
Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent