Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Aníta Sigurbergsdóttir skrifar 17. september 2013 16:15 Aníta hamingjuþerapisti skrifar vikulega pistla á Lífið. Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Ég er alveg handviss um að ég sé eina manneskjan sem hefur öskrað á börnin sín á morgnana. Þú veist, þetta týpíska “KOMIÐ YKKUR Í ÚLPUR OG SKÓ NÚNA” þegar klukkan er hálfa mínútu í mætingu og mamman öskuþreytt af því hún fór allt of seint að sofa. Ég er líka viss um að vera ein um að hafa mætt í vinnuna með gráa skýið yfir höfðinu og vera síðan með samviskubit allan daginn. Eða hvað? Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Við klúðrum öll reglulega en frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi og nýta frekar klúðrið sem stökkpall að bættu sjálfstrausti.Leiðréttu Kannski öskraðir þú á barnið þitt, sagðir eitthvað miður skemmtilegt við ástvin, klúðraðir í vinnunni eða lést allt of mikið eftir þér í kökuboðinu. Ókei, þetta er búið og gert. Þú getur ekki tekið þetta til baka en þú getur hætt að refsa þér. Leiðréttu klúðrið, ef það er hægt, sama hversu ömurlegt er að horfast í augu við það. Viðurkenndu það sem þú gerðir, lagaðu það sem lagað verður, biðstu afsökunar og gerðu það sem gera þarf, þó það sé erfitt og flókið. Settu stoltið til hliðar, sussaðu á egóið og bara gerðu þetta.Fyrirgefðu þér Að fyrirgefa sjálfum sér getur verið enn erfiðara en að biðjast afsökunar og eigið klúður getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Við klúðrum öll einhverju en þú ert samt frábær eins og þú ert, bæði á góðum dögum sem slæmum. Gott sjálfstraust og sjálfsvirðing þýðir að elska ekki bara besta eintakið af þér heldur líka eintakið sem þú vilt helst geyma í skápnum. Leyfðu þér að líða vel með þig og finna fyrir stolti þó þú klúðrir endrum og eins.Elskaðu og virtu sjálfan þig Við erum alin upp í „gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér „elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir „gera betur“ markmið. Óumflýjanleg aukaverkun „elska og virða mig“ markmiða er að smám saman ferð þú að gera það sem er best fyrir þig á hverjum degi og hvað gerist? Áður en þú veist af, hefur öllum þínum „gera betur“ markmiðum verið náð og besta eintakið verður eðlislægt.Skrásettu afrekin Veittu öllum litlum og stórum afrekum athygli yfir daginn. Skrifaðu niður allar jákvæðar upplifanir sem og jákvæðar hugsanir í eigin garð og gagnvart kringumstæðum þínum. Skrifaðu þetta niður eins fljótt og auðið er svo ekkert gleymist. Til dæmis: Hélt ró minni í umferðinni, kláraði verkefni fyrir skilafrest, brosti til óþolandi vinnufélagans, fékk mér hollan morgunmat eða bara vá, hvað ég er frábær manneskja. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á AnitaSig.com. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com
Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00